Blesugrófarhverfi er fallegt lítið hverfi og nokkuð sér á báti. Í hverfinu eru fjórar götur: Bleikargróf, Blesugróf, Jöldugróf og Stjörnugróf. Við Stjörnugróf er Gróðrarstöðin Mörk sem setur sterkan svip á hverfið. Tilvalið er að gera hverfið að visthverfi þar sem gróðri er gert hátt undir höfði og gangandi og hjólandi vegfarendur hafi gott pláss enda margir íbúana börn og ungmenni. Einnig eru sambýli og dagvistun fyrir heilabilaða í hverfinu. Hægt er að hægja á umferð m.a. með fallegum þrengingum sem víxlast og hönnuð eru með runnum og ýmsum gróðri. Ekki er því nauðsynlegt að hafa hraðahindranir sem skemma ökutæki og setja ljótan svip á umhverfið.
Hef ekki orðið var við óeðlileg hraðavandamál
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem ekki er um að ræða eiginlegt nýframkvæmda- eða viðhaldsverkefni. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Bílar keyra oft um göturnar á ofsahraða. Það væri sannarlega ráð að hanna þrengingar á stöku stað og ná þannig niður hraðanum.
Gerðist tvisvar – bara í þessari viku að bíll kom á alltof miklum hraða niður Jöldugrófina – og virti ekki hægri réttinn sem Blesugrófin hefur.
Það er 30 km hámarkshraði í hverfinu og því miður verður maður oft var við að bílstjórar gleymi að fylgjast með hraðamælinum. Einnig mundi þetta hafa góð áhrif á hverfið, gera fólk meðvitaðara um umhverfið sitt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation