Breyta þessari upphækkun í gangbraut. Mála zebrarendur á upphækkunina og setja gangbrautarskilti.
Þarna er mjög mikil umferð gangandi vegfarenda, nemanda í FÁ, foreldrar og börn á leið í leikskólann Múlaborg og svo framvegis. Núna er mjög óskýrt hvort bílar eiga að stoppa og hleypa gangandi yfir þarna.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation