Hugmyndin er að Miklubraut verði lögð í stokk fyrir austan Grensásveg og alla leið vestur að Hringbraut. Með þessu vinnst það að Háaleitishverfi sameinast og hægt verður að byggja fleiri íbúðir fyrir á svæðinu og auka mannlíf á götunum. Þá er einnig lagt til að Kringlumýrarbraut verði lögð í stokk frá Fossvogi og norður fyrir Suðurlandsbraut. Með þessu móti væri hægt að byggja enn fleiri íbúðir og samneina Hlíða- og Háaleitishverfi með miklum samlegðaráhrifum og bættum félagsauði. Aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu kæmust líka mun fljótar í gegnum hverfin í og úr vinnu, svo dæmi sé tekið.😀
Allir verða ánægðir!
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation