Endilega fækka hraðahindrunum á Háaleitisbraut frá Kringlumýrarbrautar að Miklubraut
Kaflin á milli Kringlumýrarbrautar og Miklubraut er 1km langur á þessum kafla er búið að setja hlikki á götuna til að draga úr hraða. Eins eru tvenn umferðarljós tvær hraðahindranir og tvenn gangbrautarljós með hraðahindunum líka sem ég tel að mætti fjarlægja. Og nú er meira seigja verið að setja enn ein gangbrautarljós á þessum kafla. Þar sem Gangbrautarljós eru tel ég enga ástæðu til að hafa líka hraðahidrun og þessar hindranir eru í árlegu viðhaldi hjá borgini með ærnum tilkostnaði
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Miðað við hvað margir ökumenn virðast eiga erfitt með að muna umferðarreglurnar, þá er ég eindregið á móti þessari hugmynd.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation