Upphækkuð gangbraut við enda göngustígar sem liggur bak við blokkirnar í Fellsmúla og Háaleitisbraut (samhliða Síðumúlanum).
Hleyp oft þessa leið og keyra bílar oft hratt niður Fellsmúla og eru tregir til þess að stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Einnig eru tré við enda göngustígarins sem gerir það að verkum að ökumenn taka ekki eftir fólki sem kemur eftir stígnum fyrr en þeir eru komnir alveg að götunni.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Mætti líka koma á hraðahindrun sem er fyrir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation