Fótboltavöllurinn við Háaleitisbraut 109-115 er orðinn að hálfgerðu drullusvaði. Það þarf að slétta hann og leggja nýtt torf á hann. Körfuboltaaðstaðan er líka orðin hálf sorgleg.
Mjög vinsæll fótboltavöllur sem er að eyðileggjast.
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Klárlega mjög þarft verkefni
Vinsælt svæði og má ekki drabbast niður - börnin örugg í leik
Mjög þarft að laga þetta svæði. Lítil umferð þarna í kring í annars umferðarþungu hverfi og börnin því örugg að leik.
Sammála því að þetta svæði fái yfirhalningu. Þetta svæði er mikið notað og er vel staðsett í hverfinu og því nauðsynlegt að halda því í góðu standi.
Mikið notað leiksvæði sem ekki má fá að drabbast niður.
Þarna mætti líka setja ungbarnarólur og önnur tæki sem henta yngstu börnunum svo foreldrar í fæðingarorlofi geti nýtt svæðið á daginn
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation