Göngubrú eða undirgöng milli Hlíða og Háaleitis/Kringlu

Göngubrú eða undirgöng milli Hlíða og Háaleitis/Kringlu

Nauðsynlegt er að bæta samgöngur og öryggi gangandi og hjólandi milli hverfanna yfir eina umferðarþyngstu götu landsins. Mikill fjöldi nemenda MH og Versló kemur með strætó og þarf að fara þarna yfir á hverjum degi. Myndi einnig auðvelda þeim sem sækja þjónustu í Kringluna sem á einungis eftir að aukast miðað við fyrirhugaða uppbyggingu. Staðsetningin þarf ekki að vera þar sem myndin er tekin, heldur einungis sýnd til að gefa mynd af núverandi ástandi.

Points

Í nýju deiliskipulagi er hvergi gert ráð fyrir þessu og einungis gert ráð fyrir að fjölga akreinum sem gangandi þarf að fara yfir úr 8 í 10. Þessu þarf að breyta

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information