Mikil umferð gangandi er á milli Hvassaleitis og Austurvers. Sérstaklega eru áberandi eldri borgarar og börn á leið í Hvassaleitisskóla. Ganga þarf á götunni þar sem nokkur umferð vörubíla er vegna vörumóttöku Nóatúns og því mikið öryggisatriði og til þæginda að skilja að umferð gangandi og bíla í brekkunni. Götulýsing ásamt göngustíg.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
Það hefur alla tíð tilfinnanlega vantað göngustíg þarna. Stórhættulegt að ganga á götunni og enn hættulegra í hálku. Einnig hefur lengi vantað götulýsingu.
Stórfín hugmynd sem er meira en sjálfsögð
Mjög nauðsynlegt svo mætti bæta við gangbrautarljósum yfir Háaleitisbraut á móts við Austurver
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation