Umferðahraði- og þungi um Breiðagerði er mjög mikill. Mikið af börnum eru að leik eða á ferðinni við þessa götu, og er gatan sem allir fara til að koma börnum sínum í skólann, ef þau koma akandi. Reynt hefur verið að hægja á umferð um Breiðagerði, sem er 30 gata, með því að setja upp þrengingar. Þessar þrengingar eru hins vegar ekki gangbrautir. Börn nota þessar þrengingar þó oft til fara yfir götuna, oft án þess að átta sig á að þetta er ekki gangbraut. Ég vil leggja til að sett verði gangbraut í þrenginguna sem er við endann á Teigagerði og Breiðagerði.
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation