Óskað er eftir að sett verði upp gönguljós við gangbrautina við Verzlunarskóla Íslands, þvert á Listabraut.
Með því að setja upp gangljós við gangbrautina við Verslunarskóla Íslands mun það auka öryggi nemenda við skólann/Kringlugesti og keyrandi umferðar, þar sem ljóst verður hvenær bílar skuli stöðva fyrir gangandi umferð og minnka þá slysahættu sem þar er.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Tel að leysi ekki neinn vanda búi eingungis til meira umferðaröngþveyti þarna. Eru inna við 50 m í báðar áttir á umferðarljós frá staðsetningunni og á þessum umferðarljósum eru gangbrautarljós. Það kæmu þá þrenn umferðarljós á um 100 m kafla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation