Hljóðmön sunnan Miklubrautar austan Háaleitisbrautar

Hljóðmön sunnan Miklubrautar austan Háaleitisbrautar

Gífurleg umferð er um Miklubraut og hefur hún aukist hin síðustu ár. Hávaðamengun er mikil til suðurs frá Grensásvegi til Háaleitisbrautar þar sem vélar bifreiða eru þeyttar að fullu upp brekkuna. Hljóðmön er komin norðanmegin en engin vörn er fyrir íbúa Heiðargerðis fyrir umferðinni. Er nauðsynlegt að veita nauðsynlega vörn með hljóðmön og þar sem nú standa yfir miklar framkvæmdir á svæðinu ætti að neyta færis og ráðast í þessa bót.

Points

Íbúar eiga það skilið, minna áreiti, meiri lífsgæði.

Kjörið tækifæri nú til framkvæmda, áður en tyrft verður yfir brekkuna að nýju.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Hljóðmön á þessum kafla Miklubrautar kostar ekki mikið, þar sem gott rými er fyrir moldina, en skilar miklum árangri fyrir hverfið og veitir öryggi.

Hljóðmön skiptir máli fyrir lífsgæði íbúa í þessu hljóðláta og gróna hverfi. Því ætti iðnaðar/verslunarhverfið norðanmegin að fá hljóðmön en ekki íbúðahverfið sunnanmegin?

Er sammàla thvì ađ byggja hljòđmön međfram sunnaverđri Miklubraut à kaflanum mill Hàaleitisbrautar og Grensàss vegna sìaukinnar hljòđmengunnar sìđustu àra. Sèrstaklega ì ljòsi uppgreftrar thar sem mætti nýta til slìkra verka. Fyrst hægt var ađ eyđa 200 milljònunum ì threngingu Grensàssvegar thar sem èg hef sjaldan sèđ reiđhjòlamenn à ferđ en hægir à annarri umferđ hlýtur thađ ađ vera hægt.

Góð hugmynd og gott að skýla þessu annars friðsæla hverfi.

Það er varla hægt að ræða saman í garði í Heiðargerði vegna umferðarhávaða frá Miklubrautinni.

Hljóðmengun er mjög truflandi fyrir fólkið em býr þarna!!

Byggð er mjög nálægt brautinni og klárlega bæði mengun og hljóðmengun. Einnig er hjóla/göngustígurinn mjög nálægt umferðinni og gott væri að fá mön á milli.

Þetta bæti lífsgæði íbúa í nágrenninu - hávaðamengun er gríðarleg þannig að í húsunum næst Miklubraut heyrist varla mælt mál Nú er tækifærið að koma þessu í framkvæmd

Nauðsynlegt að verja íbúana við Miklubraut fyrir gífurlegri hljóðmengun á þessum stað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information