Leikvöllur og áningarsvæði við enda Tunguvegar og Ásenda

Leikvöllur og áningarsvæði við enda Tunguvegar og Ásenda

Þar sem Ásendi og Tunguvegur mætast er nú aðstaða fyrir verktaka sem eru að vinna í gerð hljóðmanar og stíg meðfram Miklubraut. Það er kjörið að grípa tækifærið þegar þvi verki er lokið að nýta þetta svæði undir lítið leiksvæði, bekki og borð.Þarna verður skjólsætt þegar hlóðvarnir eru komnar og hægt að fegra svæðið enn meira með nýjum gróðri og þess háttar.

Points

Stuðlar að fleiri valkostum í útivist og leik fyrir börn í þessum parti af hverfinu, gangandi og hjólandi vegfarendur sem fara þarna um hafa áningarstað til að kasta mæðinni, væri staðsetning fyrir íbúa þarna í kring til að halda nágrannahitting og þess háttar, framkvæmdir eru nú þegar á svæðinu og þarf hvort eð er að ganga frá og fegra–sniðugt að nýta tækifærið og gera eitthvað annað en bara að þökuleggja.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það er svo mikið af berum grasflötum í nálægð sem er ekki nýtt í neitt svo það væri frábært að sjá þetta verða að svona litlum "almenningsgarði".

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information