Supernovan er mjög vinsælt og skemmtilegt leiktæki sem tilvalið er að setja á lóð Hvassaleitisskóla. Tækið nýtist fyrir breiðan aldurshóp og æfir bæði styrkleika og jafnvægi. Ekki síst er það skemmtilegt fyrir þá sem vilja sitja og spjalla. sjá nánar https://www.youtube.com/watch?v=GrHo2NeCU5s
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation