Hljóðmön við Miklubraut frá Háaleitisbraut að Fram-heimili

Hljóðmön við Miklubraut frá Háaleitisbraut að Fram-heimili

Umferðarþungi er mikill á Miklubraut og hefur umferð aukist gífurlega síðastliðna áratugi. Fjölbýlishús í Safamýri standa nálægt Miklubrautinni og er hljóðmengun mikil og þá sérstaklega á sumrin þegar háværari farartæki líkt og mótorhjól eru á götum borgarinnar. Kynntar hafa verið hugmyndir um að setja Miklubraut í stokk að hluta en áætlanir gera ráð fyrir að þeim kafla ljúki við Fram-heimili í Safamýrinni, hávaðamengun verður því enn til staðar frá Háaleitisbraut að Framheimili.

Points

Þetta myndi bæta lífsgæði íbúa í hverfinu til muna

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það er svo sannarlega þörf á hljóðmön þarna alveg eins og sunnan Miklubrautar á móts við Heiðargerði og Sogaveginn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information