Göngustígar milli Hvassó og Heiðargerðis og milli Brekkugerðis og Skálagerðis eru margsprungnir og verulega illa farnir og löngu komnir á endurnýjun. Þetta eru fjölfarnir stígar enda gönguleið flestra barna í skólann og helsta samgönguæð gangandi vegfarenda í hverfinu. Á sumrin fara börn þarna um á alls kyns farartækjum, s.s. hjólum, hlaupahjólum og línuskautum og þá eru stígarnir hrein slysagildra.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Þegar göngustígar eru svona sprungnir eru þeir beinlínis hættulegir t.d. hjólandi fólki
Með þessu mætt einnig bæta tenginu við hjólastíg á Grensásveginum sem er til fyrirmyndar að mörgu leiti
Viðhald á göngustígum ætti að vera eðlilegur hluti af viðhaldi á vegum borgarinnar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation