Við starfsmanna inngang Borgarleikhússins er mjög mikill umgangur. Auk þess er Sönglist; söng og leiklistarskóli með námskeið í húsinu. Það myndast oft miklar raðir af bílum á kvöldin þegar foreldrar sækja börnin á námskeiðið. Gott væri að hafa smá útskot þar sem foreldrar geta beðið.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation