Lagfæring á gangstéttum og göngustígum í Fossvogi, t.d. gangstétt í Gautlandi og stígur er liggur frá Gautlandi og niður í dal (við Grímsbæ).
Gangstétt er orðin lúin í Gautlandi eins og víða í Fossvogsdal og þarfnast viðgerðar. Sama á við um göngustíga. Getur valdið slysum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Verið er að endurnýja stéttir fyrir framan Gautland 5-9 og 17-21. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 11.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Göngustígurinn milli B og G landa (frá Grímsbæ og alveg niður í dalinn er orðin hrikalega léleg og gróf, sérstaklega neðst við Grundarlandið.
Gangstígarnir milli B-E og G landa eru orðnir lúnir og þarf að lagfæra. Á einnig við marga aðra göngustíga í Fossvogsdalnum. Líka þarf að mála merkingar á göngu- og hjólastígunum í dalnum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation