Mála kanntstein gulan við Víkingsheimilið og banna bílum að leggja þar. Bæta við lýsingu í Traðarlandi og setja upp reiðhjólaskýli
Bæta öryggi með lýsingu og banna bílum að leggja fyrir framan. Mikil umferð barna sem stunda íþróttir í Víkinni.Mikil slysahætta sérstaklega að vetrarlagi þar sem hér er mjög dimmt.Nauðsynlegt að banna bílum að leggja svo börnin þurfi ekki að fara milli bíla út á götu. Engir reiðhjólastandar eða geymsla eru við Víkina, og því ekki hægt að læsa hjólin við neitt. Væri gott að fá reiðhjólaskýli með skyggni sem einnig virka sem skýli fyrir börn sem bíða úti eftir að verða sótt.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
Mjög þröngt og hættulegt að keyra þegar margir bílar eru uppá kantinum
Rökin hjá Tonie eru mjög góð og styð ég þau. Það er mikið af börnum og unglingum (og reyndar fullorðnum líka) á ferðinni þarna og þarf að auka öryggið.
Öll hjólastæði stútfyllast í hvert sinn sem einhverjir viðburðir eru í Víkinni og hjólum því læst við grindverk og ljósastaura á víð og dreif í kring. Þarna sárvantar fleiri hjólastæði.
Einnig þarf að banna bílaumferð inn með Traðarlandinu þar sem það er skilgreint sem hjólastígur og tekur beint við af hjólastígnum úr Fossvogsdalnum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation