Eftir breytingu á Grensásvegi er umferð þar orðin ömurleg.
Sammála með að og fráreinar. Fá þær aftur takk.
Sammála-vantar beygju akrein frá Bústaðarveg inn á Grensásveg. Umferðarteppur með tilheyrandi seinkun á strætó. Hrikalega vanhugsuð agerð.
Það er búið að fjarðlæga að og fráreinar við bústaðarveg sem veldur miklum óþarfa umferðartöfum. best bæri að gatan væri sett í fyrra form en a.m.k þarf að setja að og fráreinar þarna við Bústaðarveg.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Frábær breyting sem gagnast allri umferð, en ekki bara miðuð að akandi. Mun öruggara fyrir íbúa hverfisins
Sammála með að og fráreinar, setja þær aftur.
Gatnamótin eru mun betri eftir breytingarnar fyrir alla sem eru ekki á bíl. Það er ekki hægt að miða allt við einkabílinn :)
Fyrir okkur sem búum í Hæðargarði hafði þessi breyting þau óvæntu jákvæðu áhrif að þeim sem brenndu í gegnum Hæðargarð til að flýta sér og sleppa við Bústaðaveg hefur fækkað til mikilla muna! Við Hæðargarð er leikskóli og einnig börn á leið í skóla og öryggi hefur aukist mikið. Ég fer um þessi umtöluðu gatnamót á hverjum degi og kannast ekki við neinar teppur. Held að okkur muni ekkert um að hinkra þarna í smástund.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation