Eins og staðan er þarf að skokka yfir Háaleitisbraut á gönguljósum. Það er illmögulegt að komast yfir á ljósunum með börn og lendir maður oft í því að bíða á umferðareyjunni eftir næsta græna kalli. Það er ekki gaman. Betra væri að hafa meira gaman. Þess vegna legg ég til að tími gönguljósanna verði lengdur.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Ég segi já við því að hafa gaman! Einfalt og líklega ekki kostnaðarsamt að bæta úr þessu.
Sammála. 10 sekúndur er of lítill tími til að fara yfir götu sem er 4 akreinar. Sérstaklega þegar það er svona stór miðeyja á milli akreina. 20 sekúndur ætti að vera fínn tími. 3 sekúndur fyrir hverja akrein + miðeyjuna.
Frábær hugmynd !
Ætla má, tölfræðilega séð, að hlutfallslega fleira fólk sem styður Flokkinn sé á bílum, heldur en fótgangendur og hjólreiðamenn, hvað þá ef þeir eru með börn. Hinn fyrrnefdi hópur á meira undir sér og er betur tengdur valdakerfi landsins. Hvers á sá hópur að gjalda, að þurfa að bíða lengur í bílum sínum til þess að einhverjir vesalingar komist yfir gatnamót?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation