Auka fjölda ruslatunna à gangstéttum og göngustígum hverfisins
Sóðaskapur í kringum ruslatunnur er oft mikill. Það þarf að sinna ruslatunnum og hirða þær. Borgin hefur sýnt að þau anna ekki umhirðunni og spurning hvort við viljum ekki bara hirða ruslið okkar sjálf og setja peningana í annað. Það væri gaman að sjá hvað það kostar að sinna þessum hluta og vita hversu miklir peningar þyrftu að fara í þetta svo vel sé.
Eykur þægindi og aðgengi t.d fyrir hundaeigendur sem þrífa upp eftir hundana sína, eykur líkur á að ekki flæði rusl út úr hverri tunnu og eykur líkur á að fólk gangi betur um.
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Engin ástæða til að vera á móti þessu. Allir græða!
Ruslatunna ónýt sem er upp við Réttarholtsskóla á ljósastaur, það flæðir mjög oft út úr henni, hún mætti vera stærri, svo vantar ruslatunnu á göngusríginn á móts við kæli tækni, þar var tunna en hún var fjarlægð.
Fjölga ruslatunnum. Þessum sem eru kenndar við gamla góða Villa. En þá þarf líka að tæma þær.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation