Auka umferðaröryggi og búa til grænt svæði í nágrenninu
Gífurleg umferð er í kringum Vesturbæjarskóla, sérstaklega eftir Framnesvegi (tvístefnugata) og Sólvallagötu (einstefnugata). Göturnar eru þröngar og bæði gangstéttir og götur illa farnar. Sérstaklega er Framnesvegur hættulegur þar sem þar er oft ekið mjög hratt og börn mikið á ferðinni. Það vantar tilfinnanlega fleiri græna bletti eða garða á þessu svæði. Til dæmis væri tilvalið að búa til friðsælan garð með bekkjum, gróðri og leiktækjum á s.k. BYKO-reit.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation