Leggja sparkvelli með gervigrasi á skólalóðir Hagaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla og á malarvöll við Lynghagaróló.
Það eru níu grunnskólar í Reykjavík sem hafa enga sparkvelli með gervigrasi á skólalóðinni. Þrír þeirra eru í Vesturbænum, Grandaskóli, Vesturbæjarskóli og Hagaskóli. Tillagan er að leggja litla gervigrasvelli á skólalóðir þessara skóla og á malarvöllinn sem er við leikvöllin fyrir ofan Lynghaga til að fjölga útivistarsvæðum þar sem börn geta leikið sér í Vesturbænum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation