Við Skeljagrandann er rólóvöllur sem búið er að taka í gegn og er mjög mikið notaður. Við hlið hans er fótb. völlur sem hefur ekki fengið mikla umhyggju síðustu ár. Hann er einfaldlega hættulegur eins og hann er. Einu sinni var á honum gras, en er núna að mestu mold, grjót, hólar og illa farið gras. Fótboltaunnendur geta því ekki notað hann. Mörkin eru rifin og girðingin er líka illa farin, ryðguð og hættuleg. Ég er viss um að nágrannar væru til í að aðstoða borgarstarfsmenn og taka hann í gegn!
Það er alltaf til bóta að hafa falleg og góð leiksvæði, sem henta íbúum á öllum aldri. Sparkvöllur myndi nýtast vel fótboltaunnendum á öllum aldri, en þar væri líka hægt að stunda ýmsa leiki. Girt og gott leiksvæði yrði mikð notað á þessum stað!
Það er skortur á góðum sparkvelli fyrir krakkana í hverfinu sem vilja stunda fótbolta. KR-svæðið er alltof lítið. Þarna er flott pláss fyrir fótboltavöll. Sá gamli er nánast ekkert notaður því hann er handónýtur.
Þessi fótboltavöllur hefur verið í algerri niðurnýslu meira og minna síðustu 20 ár með tveimur undantekningum þar sem hann var tyrfður upp á nýtt. Það dugar skammt að setja nýtt gras á völlinn ef því er síðan ekki haldið við. Notkunin á vellinum er það mikil að grasið þolir það ekki án viðhalds. Betra væri að leggja varanlegt efni á völlinn eins og gerfigras eða þá hreinlega að malbika hann. Þarna er dæmi um svæði sem eykur lífsgæði íbúa og barna þeirra mjög mikið án mikils tilkostnaðar.
Völlurinn sem fyrir er getur verið hreinlega hættulegur. Þar sem KR svæðið er nánast sprungið vegna fjölda iðkenda þá eru þessir litlu vellir í hverfinu mikilvægir.
Tek undir með þeim sem hafa skrifað hér um kosti þess að hafa sparkvöll annars staðar en við KR, þar sem krakkar geta ekki verið á hvaða tíma sem er vegna æfinga. Vesturbærinn hefur engan svokallaðan battavöll eins eru komnir í öll hverfi borgarinnar svo það er kominn tími til koma slíkum velli upp á góðum stað í vesturbænum eins og þetta svæði býður upp á. Í það minnsta þarf að halda þessu svæði við svo það nýtist íbúum hverfisins betur.
Laga þetta. Sonur minn sem er 8 ára var að leika sér þarna í fyrra og skarst ílla á glerbrotum sem eru þarna á víð og dreif. Hann neitar að nota völlinn sem er miður
Tilvalið að nýta þetta fyrir sparkvöll og jafnvel körfuboltavöll við hliðina. Sárvantar bæði á svæðið þar sem ekki er pláss fyrir þá sem vilja fara ut að leika á KR vellinum og eins er þetta með körfuna. Fullt af iðkendum sem þurfa að fara alla leið ut í Hagaskola til að finna sér völl. Svæðið er tilvalið til heilsueflingar og leikja, sem er jú stór og mikilvægur þáttur i forvörnum.
Völlurinn er stórhættulegur í því ástandi sem hann er í dag og því ekki nothæfur. Alltof oft kemur það fyrir að ungir fótboltaáhugamenn geta ekki spilað fótbolta eins og þeir gjarnan vilja þar sem æfingasvæði KR er yfirfullt en það svæði er það eina í hverfinu sem er nothæft. Vellir við Grandaskóla eru malbikaðir sem er ekki gott fyrir fætur á litlum krökkum. Krakkarnir hafa verið að nýta smárými við húsalóðir við misjafnar undirtektir íbúa. Þetta er kjörin aðstaða fyrir sparkvöll og brýn þörf á
Svona vellir eru mjög mikilvægir hér hjá okkur þar sem KR svæðið er sprungið og krakkarnir fá ekki alltaf að leika sér þar. Malbiksvellirnir við Grandaskóla eru handónýtir og mjög slæmt fyrir fæturnar á börnum að hamast mikið á slíkum völlum. Eins og völlurinn er í dag er hann hættulegur vegna snarrótar og hörmulegs ástands. Krakkarnir hér bókstaflega veigra sér við því að nota hann vegna þessa. Það er gríðarleg synd að láta hann standa þarna nánast ónothæfan og ljótann.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation