Setja litla tunnu á gangstétt á horn Ægisgötu og Geirsgötu (önnur sambærileg við bílastæði Hamborgarabúllunnar.) Stubbahús mættu líka vera á svæðinu. Mikil umgengni er vegna fjölda veitingastaða og hótela og heimagistinga á svæðinu og mikið rusl og sígarettustubbar á gangstéttinni við Tryggvagötu 4 og 6 sem er íbúðarhús. Hópur skólabarna handsópaði sl. sumar en það þarf að hreinsa allt árið og koma fyrir einhverju sem fólk getur sett rusl og stubba í.
Hreinni borg, fallegri borg, fyrir okkur og ferðamennina:)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation