Uppbyggðir hjólastígar við Hofsvallagötu

Uppbyggðir hjólastígar við Hofsvallagötu

Í borgum í Evrópu eru hjólastígar meðfram götum oft uppbyggðir, sem bæði heldur bílaumferð betur frá hjólaakreinunum og kemur (með réttri uppsetningu niðurfalla) í veg fyrir að pollar myndist á akreininni. Eins og staðan er í dag á Hofsvallagötunni þá eru yfirleitt pollar á hjólaakreinunum og bílaumferð ekur yfirleitt að hluta til á þeim, svo þetta væri góð bæting á því frábæra framtaki að bæta hjólaakreinunum við Hofsvallagötuna. Útfærsla þarf þó að gera ráð fyrir snjómokstri/götusópun.

Points

Betur afmarkaðar hjólaakreinar auka bæði öryggi og öryggistilfinningu hjólreiðamanna ásamt því að gera bílstjóra meðvitaðri um hjólaumferðina. Uppbyggðar hjólaakreinar með vel hönnuðum niðurföllum minnka líkurnar á því að pollar myndist, sem bætir upplifun og öryggistilfinningu hjólreiðafólks.

Vá, maður þorir nú ekki að fara fram á slíkt í kreppunni, sem hrjáir greiðslugetu Borgarsjóðs, en skyldi vera fyrsti maður til þess að mæla með því samt sem áður-:)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information