Ævintýraleiksvæði í Hljómskálagarði

Ævintýraleiksvæði í Hljómskálagarði

Útbúið verði ævintýraleiksvæði í skógarlundinu á horni Hringbrautar og Sóleyjargötu. Er með í huga eitthvað svipaða hugmynd og ævintýragarðurinn í Valby park í Kaupmannahöfn. Það má t.d. hugsa sér upphækkaðan timburstíg sem snýst á milli trjánni, hús uppí trjánum, eldatæði, skúlptúra, votlendi, blómaengi, grjót, berjasvæði og allskonar lítil upplifunar svæði.

Points

líst vel á þetta. Hins vegar hef ég oft pælt í því hvort ekki sé hægt að setja líka upp lítið kaffihús / veitingastað á þessu svæði með bekkjum / borðum fyrir framan. Myndi trekkja fleiri að og nóg er plássið syðst (næst hringbraut). Annars er ég hlynntur öllum hugmyndum um að efla þetta svæði sem er eitt hið fallegasta og um leið vanmetnasta og vannýttasta í borginni

Þessi skógarlundur og umhverfi er alger hörmungarsjón í dag og er notaður sem ruslahaugur og lager fyrir Hljómskálagarðinn, lagersvæði ætti að vera afgirt með gróðri og girðingu við starfsmannahúsið hjá Hringbraut þar sem er svæði sem aldrei mun nýtast sem almannasvæði vegna nálægðar við Hringbrautina. Núverandi leiksvæði liggur nálægt skógarlundinum og því væri þetta stækkun og framlenging á því. Þyrfti líka að endurskoða allt skipulag garðsins sem heild, hirðingu og tilgang.

NB! þetta er frábær hugmynd með að nýta skógarrjóðrið betur, gera ævintýragarð eins og þú lýsir með Valby park, kannski mætti bara bæta í fyrri úthlutun og gera þetta almennilega. 10 milljónir frá fyrra ári og 10M núna ?

Frábær hugmynd, og þarft að hugsa vel um Hljómskálagarðinn. Eitt sem ég velti bara fyrir mér er að í "betri hverfum miðborg" núna í vor hlaut hugmyndin "Gera leiksvæði með fjölbreyttum leiktækjum í Hljómskálagarði" með verðmiðann 10 milljónir kosningu. Sú hugmynd er enn ekki komin til framkvæmda. Spurning hvort við eigum að leyfa borginni fyrst að klára verkið sem valið var í vor og meta síðan stöðuna ? http://eldri.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/betri_hverfi/2013_kosningar/Betri_hverfi_2013_-_Ni_urstoe_ur_-_Mi_borg.pdf bara pæling - en absalut hugsa vel um hljómskálagarðinn

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information