Gera gömlu þjóðleiðina yfir Arnarhólinn greinilegri með skilti eða þ.h.

Gera gömlu þjóðleiðina yfir Arnarhólinn greinilegri með skilti eða þ.h.

Gamla þjóðleiðin yfir Arnahól sést enn ógreinilega á ca 100 m kafla. Það mætti merkja með skilti þar sem þjóðleiðin liggur að Sölvhólsgötu. Það þyrfti ekki að merkja inn á Arnarhólnum sjálfum. Svo mætti skafa aðeins af leiðinni til að gera hana greinilegri; kannski koma hellur eða eitthvað slíkt í ljós.

Points

Ekkert sést af gömlu þjóðleiðinni til Reykjavíkur annað en þetta. Kannski smá spotti í Öskjuhlíðinni bak við bensínstöðina en þeim tókst að eyðileggja stóran part þegar hún var byggð. Það mætti setja á skiltið alla leiðina alveg upp fyrir Árbæ og Elliðavatn. Þetta væri áhugavert fyrir alla bæði Íslendinga og útlendinga því fáir vita af þessari leið á Arnarhóli, og ber að varðveita, því leiðin er jafn gömul og Reykjavík eða yfir 1000 ára gömul

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information