Ég legg til að setja hvítan sand norðanmegin við Rauðavatn og veita heituvatni þar í vatnið, það væri skemmtileg viðbót við annars flott útivistasvæði. :-) "mynd fengin að láni af vef vegagerdin.is"
Góð viðbót við flott útivistasvæði.
Miðað við hve vatnið er grunnt og nær líklega að hlýna á sólríkum sumardögum myndi ég telja að það væri mikil hætta á sundmannakláðasmiti þarna og óráðlegt að stunda böð þar (http://keldur.is/um_fuglablodogdur_og_sundmannaklada). Það væri örugglega vert að kanna þetta áður en til svona framkvæmda kemur. Svo er vatnshæðin ansi sveiflukennd og ég minnist þurrkasumars fyrir nokkrum árum þegar vatnið varð að smá polli.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation