Í Laugardalnum er vinsæll frisbígolfvöllur sem settur var upp fyrir tveimur árum. Ekki eru jafnflottir teigar (þaðan sem kastað er frá) fyrir konur eins og karla. Þetta þarf að laga. Tillagan er því að útbúnir verði jafngóðir teigar fyrir konur á allar 9 brautirnar. Það kostar ekki mikið.
Hefur reyndar ekkert með það að gera hvort þú ert karl eða kona. Bara stuttir eða langir teigar ;-)
Þessi völlur er mjög vinsæll og eðlilegt að konur hafi jafngóða aðstöðu og karlar. Einfalt er að laga þetta.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9144
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation