Sjóbaðsbryggja í Nauthólsvík með stökkpalli

Sjóbaðsbryggja í Nauthólsvík með stökkpalli

Gera langa bryggju fyrir sjósundsfólk út frá Nauthólsvík út í Fossvog, sem gæti orðið glæsileg viðbót við annars vel heppnaða aðstöðu í Nauthólsvík. Þar er nú þegar sjóvarnargarður og það þyrfti ekki að vera flókin framkvæmd að bæta t.d. bryggju við enda hans, sem næði lengra út á sjó og væri með palli á endanum þar sem væri hægt að stökkva í sjóinn jafnvel úr nokkrum hæðum. Miðað við vinsældir þess að stökkva af klettunum yrði áreiðanlega vinsælt að stunda þar stökk og dýfingar.

Points

Ég tel víst að t.d. forsvarsmenn sjósundsfélagsins Sjós/Sjávar, og mörg okkar sem stundum sjósund að staðaldri, myndum fagna frekari viðbótum við aðstöðu í Nauthólsvík.

Sjóböð hafa færst verulega í aukana undanfarin ár og aðstaðan sem boðið er upp á í Nauthólsvík er til fyrirmyndar. Þó má alltaf gera betur og væri bryggja af þessu tagi skemmtileg viðbót. Bryggjan myndi þjóna þeim mikla fjölda sem stunda sjóböð í Nauthólsvík.

Það væri stórhættulegt að byggja slíkan pall að ekki sé talað um að hafa hann á mörgum hæðum. Vogurinn er grunnur, jafnvel á flóði og þegar fjarar út er nánast hægt að vaða út í Kópavog. Slæm hugmynd.

Sjóbað er bráðhollt - flott hugmynd

Svona sjósundsmannvirki hafa verið gerð með góðum árangri î Danmörku, t.d. á Amager strönd.

Það er komið nóg af mannvirkjum í Nauthólsvík. Við sem stundum sjósund reglulega erum ekki að hoppa mikið fram af klettum eða bryggjum á svæðinu þó það sé vel hægt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information