Hvað viltu láta gera? Við viljum skoða hvort ekki sé hægt að planta fleiri trjám við Sæbrautina alveg frá Olís til Holtagarða. Trén myndu skýla hverfinu frá norðanáttinni og einnig frá hávaða frá Sæbraut og hafnarsvæðinu. Þetta er ódýr, umhverfisvæn og falleg leið og mun koma hverfinu til góðs. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að skýla hverfinu frá norðanátt og hljóðmengun frá Sæbraut og hafnarsvæðinu
Gróðurveggir eru umhverfisvænir og fagrir.
Mætti framlengja meðfram allri Sæbrautinni og byggja almennilega hljóðmön ofan við hafnarsvæðið.
Mætti framlengja meðfram allri Sæbrautinni.
Þetta er mjög góð húgmynd og best af öllu í þessu er að dempa hljóðmengun frá sístækkanði hafnarsvæði.
Hljóðmengun frá hafnarsvæðinu er á ábyrgð Eimskips o.fl. rekstaraðila, þeir eiga að borga fyrir uppsetningu á hljóðmönum og gróðursetja tré inná sínu athafnarsvæði. Við eigum ekki að vera að borga fyrir fyrirtækin og mengun frá þeim.
Ég vil alls ekki fá hávaxin tré á hljóðmönina milli Kleppsvegs og Sæbrautar, hávaxin tré skyggja á útsýni til Viðeyjar og á Esjuna og Úlfarsfell. Íbúar í Breiðholti lentu heldur betur í því þegar þeir felldu tré sem skyggðu á allt útsýni hjá þeim.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation