Reið- og göngustígar við Rauðavatn

Reið- og göngustígar við Rauðavatn

Hvað viltu láta gera? Í dag er unnið að aðskilnaði reið- og göngustíga SA og NA Rauðavatns og lýsing verður sett upp meðfram stígunum. Þessi mjög svo þarfa framkvæmd þarf að útvíkka þannig að hún nái vestur fyrir Rauðavatn eða u.þ.b. að vík, sem á kortum er kölluð Selvík eða ~ 700 m til viðbótar. Hvers vegna viltu láta gera það? Gangandi og hjólandi fólk er í vaxandi mæli að uppgötva hversu fallegt og friðsælt umhverfið við Rauðavatn er. Hestamenn hafi lengi riðið sér til skemmtunar umhverfis vatnið. Gallinn er sá að hestar geta brugðist harkalega við hvers konar óvæntum hreyfingum t.d. fólks, hjólum sem birtast skyndilega, lausum aðvífandi hundum eða bílum. Ef hestar bregðast harkalega við er spurning hvort knapinn situr hestinn eða fellur. Aðskilnaður reið- og göngustíga með ríflegu millibilli eins og nú er unnið að SA og NA Rauðavatns er þess vegna afar þörf framkvæmd vegna öryggis hestamanna, en hún þarf endilega að ná vestur fyrir vatnið.

Points

Þar sem hestar eru flóttadýr skiptir mjög miklu máli að passa upp á allt öryggi eins og hægt er.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information