Hvað viltu láta gera? Ég vil að sett verði náttúrulegt útileiksvæði bakvið Ársel sem bæði krakkarnir í frístundaheimilinu Töfraseli geta nýtt sér og krakkarnir í hverfinu. Hægt er að setja kóngulóarvef milli trjánna, jafnvægislínu, spítur á milli trjánna, trjádrumba til að hoppa á milli eða til að sitja á, skýli á milli trjánna, varðeldalaut, þrautabraut, klifurvegg, gervigras með myndum og þrautum í, náttúrlegan álfahól með rennibraut eins og í Gufunesi svo dæmi séu nefnd. Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru miklir möguleikar í þessu svæði þar sem það er ekkert þarna núna nema gras sem verður að drullupolli í rigningu. Það eru engin leiktæki í kringum frístundaheimilið nema skólahreystibraut sem hentar ekki fyrir krakka í 1.-2. bekk til að leika sér.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation