Hvað viltu láta gera? Leikvöllurinn er innrammaður á alla kanta af görðum húsanna í kring. Sjálfur völlurinn er orðinn hrörlegur, þarf að fríska upp á leiktæki og fjarlægja sand, sem er hvorki hreinn né heilsusamlegur að róta í. Setja í stað hans gúmmímottur/hellur/gras eins og sjá má á nýlegri leiksvæðum. Þar sem þetta er afmarkaður reitur og rólegur væri upplagt að planta gróðri, runnum og trjám og setja bekki/borð. Þannig mætti skapa lítinn listi garð fyrir þá íbúa hverfisins sem ekki hafa aðgang að garði eða vilja njóta kyrrðar og fegurðar meðan þau fylgjast með börnum við leik. Að loknum faraldri mætti setja upp lítið skiptibókahús/kassa sem íbúar hverfisins gætu gefið í og sótt sér bækur. Sbr. Cícero: Sá sem á garð og bókasafn þarfnast einskis frekar. Hvers vegna viltu láta gera það? Leiksvæðið og tæki komin á tíma varðandi endurnýjun og viðhald. Sandur sem þekur svæðið er skítugur og óheilsusamlegur fyrir lítil börn að róta í. Umhverfi og lega svæðisins býður upp á að skapa fallegan og hlýlegan garð/reit fyrir íbúa borgarinnar.
Frábær hugmynd, kominn tími á viðhald og endurnýjun.
Best geymda leyndarmál Ártunsholts svo fallegt svæði sem ekkert er hugsað um að hálfu borgarinnar, ég styð þessa tillögu heilshugar og hvet borgina til að laga þetta svæði eins og önnur svæði í hverfinu. Einnig þarf betri lýsingu þarna á kvöldin
Sammála að gott væri að poppa þetta svæði aðeins upp
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation