Hvað viltu láta gera? Á nokkrum stöðum innan hverfisins eru auð grassvæði þar sem auka mætti trjágróður til að aðskilja betur íbúðarbyggð frá atvinnusvæðum með því að byrgja sýn á milli með það að markmiði að fela t.d. ljóta rusla- og grenndargáma, bílastæði, bakaðkomu iðnaðarhúsnæða svo fátt eitt sé nefnt. 1. Meðfram Bæjarhálsi, á bakvið Bónus og þar, er stór og mikil auð grasflöt sem nær alla leið frá Bókasafninu og upp að hringtorginu niður á Suðurlandsveg. Trjágróður myndi njóta sín vel á þessu svæði til að aðskilja Hraunbæinn frá atvinnusvæðinu þeim megin sem Coca Cola, ÁTVR og bílasölurnar eru, og á sama tíma fela bakaðkomu að verslunarkjarnanum hjá Bónus og endurvinnslunni, þar sem sjá má ruslagáma, stóra flutningsgáma og ýmiskonar drasl, grindur og bílar eru geymdir. Þetta myndi einnig bæta hljóðvist og skýla Hraunbænum fyrir norðanáttinni. 2. Í Viðarás, á lóðarmörkum þar sem húsin í Viðarás og Selásskóli mætast, er auð grasflöt þar sem planta mætti háum trjám líkt og gert hefur verið annars staðar meðfram skólalóðinni til að aðskilja íbúðargötuna og húsin betur frá skólanum og á sama tíma fela grenndargáma og bílastæði sem blasir við þegar gatan er keyrð. Þetta myndi einnig auka hljóðvist á milli húsanna og skólans. 3. Við enda Selásbrautar, þar sem hún mætir Brekknaás, er stórt og mikið autt grænt svæði sem mætti við meiri trjágróðri og hefði einnig það að markmið að skýla húsunum í Þingási og Þverási við sunnanáttinni. Nú þegar hafa komið fram hugmyndir um aukinn trjágróður á auð grassvæði neðst í Hraunbænum og við stóra vegginn hjá Skalla (bílastæðin hjá bensínstöðinni Orkunni) sem bæði hafa það að markmiði að fegra ásýnd hverfisins og fela t.d. stór bílastæði á bakvið gróður, og eru þessar hugmyndir viðbót við þær. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að fegra ásýnd hverfisins og aðskilja betur íbúðarbyggð frá atvinnusvæði og byrgja sýn á milli með því að fela ruslagáma, bílastæði, bakaðkomu iðnaðarhúsnæða o.fl.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation