Hvað viltu láta gera? Það þarf að gera tröppur (helst með barnavagnabraut) vestan megin við undirgöngin við Árbæjarsafn. Þetta er fjölfarin gönguleið, sérstaklega af strætónotendum, eins og sést vel á slóðanum sem myndast hefur í grasbrekkunni. Hvers vegna viltu láta gera það? Það væri mun öruggara og meira aðlaðandi að hafa snyrtilegar og aðgengilegar tröppur á þessari fjölförnu leið. *Hugmynd sameinuð við: Tröppur vestan megin við undirgöng undir Höfðabakka: https://betrireykjavik.is/post/28569.
Mikil þörf á tröppum þarna til að koma í veg fyrir slys þegar fólk er að flýta sér í strætó og tengja þær svo strætóskýlinu með göngustíg
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation