Hvað viltu láta gera? Setja bekk og borð og grillaðstöðu á svæðinu við aparóló í Ártúnsholti. Hvers vegna viltu láta gera það? Þarna eru alla jafna hópar barna að leik og oft margir foreldrar sem fylgja, það væri huggulegt og myndi skapa skemmtilega stemmingu að geta fengið sér sæti, fólk kæmi jafnvel með kaffi á brúsa, pullur á grillið. Þá myndi þar bæði skapast vettvangur fyrir foreldra til að skerpa á tengslum sín á milli, hverfið til að mynda meiri heild og svæðið þarna tilvalið fyrir huggulega útivist, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða hópa úr hverfinu.
Pikknikk-borð væri frábær viðbót við aparóló!
Þetta er svo dásamelgt svæði en vantar enn uppá þó þar hafa verið gerðar breytingar til hins betra (leikkastali) Þyrfti líka að laga malbikið á körfuboltavellinum við hliðina svo hægt sé að spila þar körfubolta án þess að boltinn skjótist til hliðar í leik. Einnig þyrfti að strekkja á aparólunni ( er orðin mjög lág) og setja einhverja dempara neðst. Líst svakalega vel á þá hugmynd að fá bekki og grillaðstöðu svipaða og á klampratúni
Það sárlega vantar borð og bekk í hverfið. Það ætti að vera staðalbúnaður við öll útileiktæki
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation