Hvað viltu láta gera? Ég vil að það sé hægt að leggja útskot fyrir bíl svo megi yfirgefa hann á ýmsum stöðum við gönguleiðina frá JL húsinu og út á Gróttu. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er hvergi hægt að koma á bíl til að ganga hina fögru gönguleið meðfram norðurströnd Seltjarnarnes. Vilji maður t.d. bara ganga stuttan spöl, t.d. frá Bæjarskrifstofum Seltjarnarness áleiðis að baðsteini Ólafar Nordal í fjörunni er hvergi hægt að leggja bíl sínum. Gerum ráð fyrir að maður búi fjærri Seltjarnarnesi. Langan vegu eru engin bílaútskot, heldur aðeins einbýlishús með eigin bílastæðum og þar er ekki frjálst að leggja. Mér finnst að gönguleiðirnar sé ekki aðgengilegar fyrir þá sem vilja ganga stuttar vegalengdir og búa ekki nálægt þeim.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Fjölgun bílastæða er stefnumál sem stöðugt er til umfjöllunar og úrvinnslu. Skipulagsferli hugmyndarinnar er of langt fyrir tímaramma verkefnisins sem gerir hana ótæka fyrir verkefnið. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation