Tjarnarkanturinn við Tjarnargötu er víða farinn að láta á sjá. Þó mest nærri Ráðherrabústaðnum. Það þyrfti að lagfæra kantinn og gangstéttina við hann. Þetta er mikilvæg gönguleið fyrir íbúa miðborgarinnar og vesturbæjar og hingað kemur einnig fólk alls staðar að úr borginni til að njóta útivistar og fuglalífs á Tjörninni.
Allir borgarbúar vilja að miðborgin líti vel út. Hún þarf að vera hrein og hlutirnir í lagi. Miðborgin er í raun okkar gestastofa. En við notum hana líka öll bæði til útivistar og þjónustu. Tjörnin er eitt af djásnum Reykjavíkur og umhverfi hennar þarf að vera fullkomið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation