Fyrir 15-20 árum var afar vinsæl aparóla (hlaupaköttur/svifbraut) á skólalóðinni. Hún var fjarlægð. 2011 var gert ráð fyrir aparólu á neðri lóðinni. Það er búið að staðsetja hana, teikna hana inn á yfirlitsteikningu, því mætti segja að hönnun væri lokið. Setti þessa hugmynd í betri hverfi í fyrravetur. Hugmyndin var þá verðmetin á alls 4 milljónir, en aparólan kostaði þá í innkaupum um 1,2 M. Dálítið vel í lagt - 2,8 milljónir í hönnun, undirbúning og uppsetningu ? Sjálfsagt að reyna aftur.
Skólalóðin er öllum íbúum og gestum hverfisins opin til frjálsra afnota og gleði utan skólatíma og á sumrin. Þarna er fyrir frábært dvalar- og leiksvæði fyrir fjölskyldur á skólavörðuholtinu. Dvalar og leiksvæðið mætti styrkja enn betur með því að koma upp aparólu sem höfðar til barna á öllum aldri, eflir áræðni og þor okkar allra. Vona að hugmyndin fái brautargengi núna í betri hverfum MIðborg 2014 því allir hafa gaman af aparólum, 3 -93 ára.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation