Aparóla / hlaupaköttur á neðri lóð Austurbæjarskóla

Aparóla / hlaupaköttur á neðri lóð Austurbæjarskóla

Fyrir 15-20 árum var afar vinsæl aparóla (hlaupaköttur/svifbraut) á skólalóðinni. Hún var fjarlægð. 2011 var gert ráð fyrir aparólu á neðri lóðinni. Það er búið að staðsetja hana, teikna hana inn á yfirlitsteikningu, því mætti segja að hönnun væri lokið. Setti þessa hugmynd í betri hverfi í fyrravetur. Hugmyndin var þá verðmetin á alls 4 milljónir, en aparólan kostaði þá í innkaupum um 1,2 M. Dálítið vel í lagt - 2,8 milljónir í hönnun, undirbúning og uppsetningu ? Sjálfsagt að reyna aftur.

Points

Skólalóðin er öllum íbúum og gestum hverfisins opin til frjálsra afnota og gleði utan skólatíma og á sumrin. Þarna er fyrir frábært dvalar- og leiksvæði fyrir fjölskyldur á skólavörðuholtinu. Dvalar og leiksvæðið mætti styrkja enn betur með því að koma upp aparólu sem höfðar til barna á öllum aldri, eflir áræðni og þor okkar allra. Vona að hugmyndin fái brautargengi núna í betri hverfum MIðborg 2014 því allir hafa gaman af aparólum, 3 -93 ára.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information