Opið til klukkan 3 á börum í 101:um

Opið til klukkan 3 á börum í 101:um

Til að minnka fyllerí í miðborginni um helgar þarf að loka stöðum fyrr. Ég sting upp á klukkan 3, rétt áður en fólk verður þreytt og sturlað stuttu síðar með áframhaldandi neyslu. Gefa leyfi fyrir nætuklúbb úti á Granda og kanski í Borgartúni þar sem er ekki íbúabyggð

Points

Það verður minni drykkja, minna ofbeldi og minnkandi alkóhólismi til langs tíma litið.

Ætli það sé ekki nóg af vesen í gangi út á granda um helgar til svona tvö að óþarfi er að bæta við enn meira fólki þar sem stóreykur slysahættuna þar sem það er fullt og enn fleiri faratæki koma þarna og ýta undir fótinn yfir að það verður stærra vesen.. flestir sem fara út á granda halda síðan inná laugarveg og sæbraut en með skemmtistað þarna þá fara þessi bílar ekkert heldur stilla sér upp eða rúnta um grandann. Borgartúnið hentar jafn illa þar sem það er nú íbúðabyggð þarna rétt hjá og betra er nú að halda fólkinu á miðsvæði næturlífsins í staðinn fyrir að þröngva eitthvað á íbúa sem keypti/leigðu sér hús með vit að það er lítið um djamm þarna.. þeir sem búa við þessar ákveðnu djamm götur í miðbæ kusu sér að vera innan við búðirnar og skemmtanalífið og ekki hefur það breyst mikið með ölæðið , nú ekki mikið um hinn efnin ofanlega á laugarveginu/skólavörustíg/bankastræti þar sem það lið sækir nú neðar á svæðinu og ekki er mikið um íbúðir á neðra svæðinu. Ef fólk er ósátt að búa kringum þetta þá hefur það elst svona svakalega allt í einu þar sem það keypti eða leigði þarna með þessa vitneskju hverjir nágrannarnir væru og ekki hefur mikið breyst nema opnunartíminn eða það keypti/leigði sér einfaldlega bara á röngu svæði. Annars sé ég engan mun hvort staðirnir loka klukkan 3 eða hálf 5.. fólk mun samt koma út á göturnar og vera með læti , eftir partý munu stóraukast og fylla einhver íbúðahús þarna með tilheyrandi látum í staðinn fyrir að fólk er of fullt eða of þreytt til að vera með læti miðað við venjulegan opnunartíma til að fara í eftirpartý

Er ekki klukkan 3 hæfilegur tími — hvað segið þið?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information