Fleiri stubbahús í miðbæinn okkar til að minnka rusl á götum og gangstéttum!
Borgarstjórinn sjálfur hefur talað um það á feisbókar síðu sinni að helsta rusl sem hann sér í miðbænum séu sígarettupakkar og stubbar. Ég tek eftir þessu sjálf sem reykingarmaður að það er stórkostleg vöntun á stubbahúsum á þessu svæði og oft þarf að labba dálitla vegalengd til að komast í ruslatunnu og því miður er allt of oft sem fólk nennir ekki að taka þessi auka skref að tunnunum. Þetta ætti að vera lítilsháttar mál að laga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation