Væri gaman að sjá skilti á með ljósmyndum úr fortíðinni á sögulegum stoðum í miðbænu með upplýsingatexta og ártali. Sem dæmi á hlemmi gæti verið ljósmyndir af staðnum frá eldri tíma með upplýsingum um nafnagift staðarins með ljósmynd af gasstöðinni og stöðvarhúsinu sem stendur enn heilli öld seinna í nánast óbreyttri mynd.
Þótt Reykjavík sé ung borg hefur hún breyst gríðarlega mikið á síðustu 40 árum. Margar aðrar höfuðborgir í Evrópu hafa haldið einkennum sínum mörgum hverjum í aldri, en saga Reykajvíkur er að týnast í hröðum breytingum.
Já það væri gaman. Ég velti líka fyrir mér hvort ekki mæta fara lengra með hugmyndina. Merkja gömlu húsin okkar í hverfinu sem eru td. orðin 100 ára og eldri. Hver reisti húsið og hvenær, hvað það hét, gömul mynd, fyrri "frægir" íbúar ? Þó ekki víst að allir eigendur þessara húsa væru til í að láta merkja húsin sín. Nú er búið að kortleggja stytturnar í bænum, auðveldlega hægt að fara í skemmtilegar styttugöngur. Hvað með gömlu húsin í miðborginni, merkja þau svona lifandi safn um uppbyggingu Reykjavíkur, hverfisins.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation