Það þurfa allir að létta af sér yfir daginn og því tilvalið að hafa almmeningssalerni í almenningsgörðum.
Ég hef rekið mig á það að þegar vinahópar eru að skoða það hvort ekki eigi að nýta þau mörgu fallegu grænu svæði sem eru í miðborg Reykjavíkur, kemur í ljós að nálægð við WC verði að vera góð. Vilji maður vera til lengri tíma í almenningsgörðum eru miklar líkur á að maður þurfi að létta af sér. Þó það sé spennandi að pissa í runna, er það ekki alltaf svo smekklegt. Hvað þá þurfi maður að gera númer tvö. Einnig er það ekki gott að þurfa að reiða sig á rekstraraðila að veita þessa þjónustu.
Minni á að í Betri hverfi Miðborg í vor var þessi hugmynd valin "Setja upp almenningssalerni í Hljómskálagarði, við Sóleyjargötu" veittar voru 3 milljónir til framkvæmdanna. Spurning að leyfa borginni að klára það mál fyrst og meta svo málið. http://eldri.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/betri_hverfi/2013_kosningar/Betri_hverfi_2013_-_Ni_urstoe_ur_-_Mi_borg.pdf
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation