Fjölga þarf fyrirmyndum í námsefni, verklýsingum og kennslu sem tilheyra hópum í samfélaginu sem eru félagslega jaðarsettir. Það á að vera skylda að í öllum námsskeiðum skólans séu nefndar fyrirmyndir sem eru m.a. úr hópi kvenna, hinsegin fólks, fatlaðs fólk eða fólks af erlendum uppruna. Líklegast mun HÍ en vera háskólastofnun árið 2050 en munu veggir flestra bygginga og skólabækur vera full af miðaldra hvítum karlmönnum þá? Það þarf að breyta þessu, fyrr en síðar.
Öll hafa gott af því að sjá fyrirmyndir sem líkast þeim sjálfum - hafa einhvern til að lýta upp til. Nemendur hafa gott að því að sjá margbreytileikann og það að fólk í jaðarsettum hópum geta afrekað sömu snilld og annað fólk.
Er það ekki líka bara að fjalla um efni sem kemur frá fjölbreyttari hópi rannsakenda? mjög mikið af hinsegin fólk hefur skrifað fræðigreinar/bækur og konur, fólk með ólíkan menningarbakgrunn osfv. finnst það mjög ábótavant..
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation