Háskóli Íslands ætti að vera með einfalt og aðgengilegt ábendingakerfi. Þannig væri hægt að koma að ábendingum til dæmis um skort á aðgengi í húsnæðum HÍ, brotum á hagsmunum stúdenta og þess háttar. Í dag er erfitt að finna út úr því hvernig sé best að koma slíkum ábendingum áfram og tel ég rétt að ráða bót á því.
Með þessu bætti auðvelda boðleiðir innan háskólans til að benda á hvað betur mætti fara. Ábendingar eru fyrsta skrefið að úrbótum og væri þetta því til þess fallið að auðvelda stúdentum að koma tillögum á framfæri og þar með auka jafnrétti innan skólans.
oft er erfitt að finna réttu leiðirnar/ferlana til að koma athugasemdum að, hvort sem er varðandi aðgengi, jafnréttismál og annað - hvort sem varðar Hí, SHÍ, FS o.fl. Það væri gott ef SHÍ gæti útvegað aðgengilega miðlæga skilaboða"stöð", jafnvel nafnlausa fyrir þau sem vilja. Þannig væri hægt að auka skilvirkni í aðgengismálum, koma í veg fyrir tvítekningu en fyrst og fremst að auka aðgengi allra - hvort sem er líkamlega eða í formi ábendinga. Tillaga: e-ð svipað og Ugluhnappurinn - góð viðbót.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation