Háskóli Íslands er ekki í boði fyrir alla og það er til skammar
Alltof oft þurfa fatlaðir nemendur innan HÍ að sitja undir áreiti og öráreiti af völdum annarra stúdenta, starfsfólks og umhverfisins. Þeir hafa þurft að skipta um nám vegna aðgensileysis, hætta í áföngum vegna vanlíðan og jafnvel hætta alveg í námi. Stúdentaráð verður að beita sér fyrir þessum málaflokki, vekja athygli á vandanum og styðja við bakið á þeim í þeirri baráttu sem þeir eiga í við háskólann um að þeirra líf og réttur til náms skiptir jafn miklu máli og allra annarra.
Miðlægt og aðgengilegt ábendingakerfi getur auðveldað aðkomu o.þ.m. aukið áhrif fólks sem upplifir takmarkanir sem stríða gegn jafnrétti. Fólk sem verður fyrir órétti veit best hvers konar úrbóta er þörf. Þ.a.l. eru opnar samskiptaleiðir mikilvægar! Leiðir sem henta líka fólki sem á erfitt með tjáningu, er hægara eða tjáir sig á "óhefðbundinn" hátt. Nafnleysi er einnig mikilvægt val. Fötlun er fólgin í takmarkandi umhverfi en algengt er að fólki með skerðingarnar sé "kennt um" sem er ólíðandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation