Rafmagnshleðsla fyrir íbúa Túnahverfis

Rafmagnshleðsla fyrir íbúa Túnahverfis

Fjölmörg hús við Miðtún eru bakhús og því ekki með aðgengi að rafmagni úti á götu þar sem bílastæðin eru. Þetta gerir fólki erfitt fyrir sem vill vera umhverfisvænna og keyra um á rafmagnsbíl. Gott væri að fá hraðhleðslustöð/var í götuna.

Points

Reykjavík ætti að sjá hag sinn í að hvetja fólk til að keyra um á rafmagnsbílum.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information