Byggð á Hagatorgið

Byggð á Hagatorgið

Hagatorgið er gjörsamlega vannýtt byggingarsvæði á besta stað í bænum og þar er vel hægt að koma fyrir eins og einu fjölbýlishúsi eða tveimur.

Points

Tilgangur Hagatorgs er skipulags- og fagurfræðilegur og hefur gildi sem slíkur. Skipulags- og byggingarsögu hverfisins væri gert hærra undir höfði með því að vinna með sérstöðu Hagatorgs og sampil við stílhreinar byggingar í kring frekar en að ætla að draga úr meintu tilgangsleysi með því að minnka torgið eða "nýta" það undir bílastæði eða byggingar. Kynnið ykkur hugmyndir Einars Sveinssonar borgararkitekts sem hannaði Melahverfið um 1940 m.a. út frá hugsjónum um andrými og birtu fyrir borgara.

Líst ágætlega á að gera eitthvað með Hagatorg. Eins og það er tekur það pláss og eykur fjarlægðir og hlýtur að vera hægt að nota það betur. Mér fyndist koma til greina að byggja á torginu stúdentaíbúðir. Hvað með svona 20 hæða turn sem gæti rúmað ansi margar litlar íbúðir? Bíllastæði eru við Háskólann og þarf engin stæði þarna við.

Hagatorgið er afar illa nýtt svæði á besta stað í bænum. Það væri vel við hæfi að borgin myndi leyfa byggingu íbúðarhúsnæðis á torginu til að mæta húsnæðisvandanum sem nú ríkir.

Einnig væri hægt að gera hringlaga fjölbýlishús með almenningsgarði í miðjunni, svipað og verkamannabústaðirnir við Hringbraut.

Þetta er afskaplega vond tillaga. Hringtorg er ætlað til þess að greiða fyrir umferð. Ef byggt er í miðju torginu þarf að setja gangbrautir á nokkrum stöðum yfir hringtorgið og það er í besta falli hættulegt. Þar fyrir utan er ekkert að því að hafa svávegis andrými og hætta þessari þéttingarstefnu sem kallar á að hver lófastór blettur sé nýttur undir steypu,

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information